Lifrarsöfnun

Lýsi kaupir lifur úr þorski, ufsa og ýsu hvarvetna á landinu og má blanda þessum tegundum saman.

Við útvegum sérstök lifrarkör, en einnig má nota fiskmarkaðskör sem í eru settir stórir plastpokar. Lifrin er sett í pokann, fyllt allt að 80% og lokað tryggilega fyrir. Áríðandi er að dagmerkja hvern poka.

Upplýsingar um verð og skilmála veitir Jón Ág. Þorsteinsson í síma 853-0320 eða jonagust@lysi.is.

Einnig gefur Sigurður Garðarsson upplýsingar um flutninga og útvegun íláta í síma 897 8279.

E-mail: lifur@lysi.is.