Omega 3 Liðamín Hyal-Joint

Óþægindi eða verkir frá liðum geta dregið úr hreyfigetu og almennum gæðum daglegs lífs þeirra sem þjást af þeim. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® er samansett úr efnum sem talin eru hafa jákvæð áhrif á liðina og geta viðhaldið heilbrigði þeirra. 

Hyal-Joint® (hyaluronsýra)
Í liðamótum er að finna seigfljótandi vökva sem nefnist liðvökvi. Hlutverk hans er að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum.
Hyaluronsýra er ein af meginefnum liðvökva og hana er einnig að finna í brjóski. 

Kondróitínsúlfat 
Kondróitínsúlfat (úr fiski) er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Virkni kondróitíns er talin felast í því að hemja niðurbrotshvata sem brjóta niður brjósk í liðum. Það er einnig talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. 

Omega-3
Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA og talið er að ómega-3 geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. 

Í Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® er einnig C-vítamín sem hefur hlutverki að gegna í framleiðslu líkamans á kollageni. Kollagen er prótein sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans. 

Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur ekki A- og D-vítamín og því er óhætt fyrir þá sem taka lýsi að nota Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® á sama tíma.

Rannsóknarniðurstöður

Frekari upplýsingar: consumer@lysi.is

Næringarupplýsingar

Ráðlagður daglegur neysluskammtur

Fullorðnir Eitt lýsishylki og tvær liðamíntöflur NV*
C-vítamín 120 mg 150%

*Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna samkvæmt reglugerð.

Innihald í einni töflu

  1 töflu
Hyal-Joint® 20 mg
Kondróitínsúlfat 200 mg
C-vítamín 60 mg

 

Innihald í einu hylki

  1 lýsishylki
Samtals Omega-3 fitusýrur 620 mg
EPA 310 mg
DHA 205 mg

 

Omega-3 Lidamin