Omega-3 kalk + D

Hægt er að minnka líkur á beinþynningu á efri árum með því að fá nægilegt magn af D-vítamíni og kalki. Hætt er við að D-vítamín sé af skornum skammti í fæði Íslendinga og því er ráð að taka annaðhvort lýsi eða D-vítamínhylki til að tryggja nægjanlega neyslu þess, einkum á veturna. Í Lýsi og flestum fjölvítamínum er hins vegar töluvert af A-vítamíni sem Íslendingar fá óþarflega mikið af. Hylki sem innihalda D-vítamín og æskilegar Omega-3 fitusýrur úr lýsi, án mikils A-vítamíns, koma sér því vel. Í pakkanum eru 30 dagskammtar.

Lýsi með D-vítamíni 
Lýsið inniheldur a.m.k. 30% af Omega-3 fitusýrum, aðallega EPA og DHA sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Í lýsinu er einnig dagskammtur af D-vítamíni sem er nauðsynlegt til þess að líkaminn geti betur nýtt kalkið. 

Kalk 
Kalk er ómissandi fyrir tennur og bein. Það er sérstaklega mikilvægt til að minnka líkur á beinþynningu. Einkum er brýnt fyrir ungar konur að huga að því að líkaminn fái nóg af kalki.

Frekari upplýsingar: consumer@lysi.is

Næringarupplýsingar

Ráðlagður daglegur neysluskammtur

1 lýsishylki og 2 kalktöflur   %NV*
D-vítamín 10 µg 200 %
E-vítamín 2 mg 17%
Kalk 800 mg 100%

*Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna samkvæmt reglugerð.

 

Innihald í tveimur kalktöflum

  2 kalktöflur
Kalk (kalsíumkarbónat) 800 mg

Innihald:
Kalsíumkarbónat, maltódextrín, bindiefni (örkristallaður sellulósi, natríumkrosskarmellósi), kekkjavarnarefni (sterín sýra, magnesíum sterat), húðunarefni (HPMC), rakaefni (glýseról).

Innihald í lýsishylki

  1 lýsishylki
Samtals ómega-3** 335 mg
EPA** 160 mg
DHA** 100 mg
D-vítamín 10 µg
E-vítamín 2 mg

Innihald:
Ómega-3 fiskiolía, gelatín (nautgripa), rakaefni (glýseról), vatn, E-vítamín (dl-alfa tókóferól asetat), D-vítamín (kólekalsiferól).

**Þríglýseríð

Embætti landlæknis ráðleggur 10 µg af D-vítamíni á dag fyrir börn yngri en 10 ára, 15 µg fyrir 10-70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri.