Fréttir

Omega-3 kemur til hjálpar börnum með ADHD

03.12.2014

Börn með ADHD hafa minna omega-3 í líkama sínum

Sigríður Jónsdóttir er ACG markþjálfi og ICADC ráðgjafi. Hún ritaði grein þar sem fjallað er um börn með ADHD og omega-3.

Þar segir að næstum allar rannsóknir á þessu sviði gefi til kynna að börn með ADHD hafi minna magn omega-3 í líkama sínum samanborið við einstaklinga sem ekki eru greindir með ADHD. Ekki er vitað af hverju þetta stafar.
Í flestum rannsóknum hafa börn með ADHD bætt frammistöðu sína þegar þeim eru gefnar omega-3 fitusýrur.
Olífuolía (sambanburðahópur). Rannsóknin leiddi í ljós að ADHD einkenni minnkuðu mikið og lærdómsgeta batnaði til muna hjá þeim sem tóku inn fiskiolíuna. .
Í annari rannsókn sem gerð var á 117 börnum í þrjá mánuði var útkoman þessi: Ekki aðeins minnkuðu ADHD einkennin, heldur urðu miklar framfarir í námi. Í lestri tóku þeir sem innbyrtu omega-3 framförum sem námu 9,5 mánuðum á meðan hinir skiluðu 3,5 mánaða framförum. Í stafsetningu gaf omega-3 námu framfarir 6,6 mánaðum á móti 1,2 mánuðum hjá hinum sem fengu lyfleysuna.

Greinin birtist á:  http://www.heilsutorg.com/is/frettir-greinar/greinar/omega-fitusyrur-adhd

Aftur í fréttayfirlit