Fréttir

Æskubrunnur

04.02.2008

Æskubrunnur er ætlaður þeim sem vilja viðhalda almennu heilbrigði á efri árum. Æskubrunnur inniheldur þekkta samsetningu á fæðurbótarefnunum Asetýl- L- karnitín og alfalípóiksýru ásamt túnfisklýsisperlu.

Túnfisklýsisperla
Jákvæðir eiginleikar Omega-3 fitusýra, EPA og DHA, eru vel þekktir.  Í ólíkum tegundum af fiskiolíu er að finna mismunandi magn af fitusýrunum EPA og DHA sem gegna veigamiklu hlutverki víða í líkamanum.  Túnfisklýsi inniheldur hátt hlutfall af fitusýrunni DHA. Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að finna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fisk sem heilafæði.

Asetýl-L-karnitín og alfalípóiksýra
Víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þessara efna á efnaskipti og hrörnun fruma líkamans.  Asetýl-L-karnitín auðveldar flutning orkuefna í frumum líkamans og alfalípóiksýra er öflugt andoxunarefni sem verndar þær gegn skemmdum. Niðurstöður benda til þess að efnin geti unnið gegn minnistapi sem oft fylgir hækkandi aldri og hafi að auki jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Saman geta þessi efni dregið úr þessum einkennum.

Æskubrunnurinn getur því viðhaldið heilbrigði fruma líkamans, stuðlað að því að við höldum góðu minni, höfum næga orku og getum betur notið lífsins.

Aftur í fréttayfirlit